Krækilyng
Empetrum nigrum L.
Lýsing
Blöð eru þéttstæð, nærri stilklaus, aflöng. Rendur blaðsins eru orpnar aftur á bak og þar sem þær mætast, lítur bilið á milli þeirra út sem miðrák. Jarðlægur smárunni með skriðulum eða uppsveigðum, rauðbrúnum greinum.Blóm eru mjög lítil, stilklaus, þrídeild. Krónublöð dökkrauð. Frævan verður að hnöttóttu, svörtu steinaldini, krækiberi.
Nytjar
Berin eru etin og eru talin kælandi og lítið eitt herpandi. Mauk er oft búið til úr berjum svo og saftir. Þau þykja góð við þorsta og hita. Láta má lög af berjum gerja og sjóða lítið eitt af horblöðku með. Hvít krækiber hafa fundist á fáeinum stöðum.Greiningarlykill
Blómskipan

Annað
Blómkróna

3 eða færri
Blómlitur

Rauðleitur
Blaðskipan

Stakstæð
Blaðlögun

Mjó blöð
Blaðstrengir

Fjaðurstrengjótt