Kynheilbrigði
Klamydía
Klamydía er bakteríusýking sem smitast venjulega við samfarir. Þetta er algengasti kynsjúkdómurinn á Íslandi. Einkenni sjúkdómsins eru m.a. sársauki við þvaglát, aukin útferð, sviði, kláði eða roði í eða við kynfæri og verkir í móðurlífi og eistum. Oft er fólk einkennalaust.

Auðvelt er að greina klamydíu með þvagprufu og er hún læknuð með því að gefa sýklalyf í töfluformi.

Nánar