Eyjafjallajökull

Eyjafjallajökull er hátt og bratt fjall sem rís frá sjávarmáli 1.640 m upp í hringlaga gíg sem er 2,5 km í þvermál. Í ýmsar áttir út frá toppgígnum geislast misstórir hryggir sem eru sennilega afleiðingar sprungugosa í fjallinu áður fyrr.

Vitað er um 4 gos í Eyjafjallajökli frá sögulegum tíma. Líklega gaus í kring um árið 920 eða skömmu eftir landnám. Úr toppgígnum gaus árin 1612, 1821-1823 og 2010. Síðast nefnda gosið hófst þó með litlu sprungugosi á Fimmvörðuhálsi.