Íslenska - málið þitt er samstarfsverkefni Íslenskrar málstöðvar og Námsgagnastofnunar. Íslensk málstöð leggur til handrit en Námsgagnastofnun sér um umbrot, vefnað og birtingu.

Í stefnuskrá Íslenskrar málnefndar 2002-2005 var tilgreint meðal verkefna að leggja drög að upplýsinga- og vinnuhefti handa börnum og ungmennum þar sem vakin væri athygli á notkun íslensku og sambandinu við enska tungu. Íslensk málstöð, skrifstofa málnefndarinnar, tók að sér að vinna að framgangi þessa viðfangsefnis.

Er það von okkar að efnið megi nýtast kennurum til að vekja nemendur sína til umhugsunar um stöðu íslenskunnar, þróun hennar og stöðu gagnvart öðrum málum.

Efnið er flokkað eftir skólastigum og samanstendur af fróðleiksköflum, umræðuefni og verkefnum.

Handrit: Ari Páll Kristinsson
Ritstjóri: Ingólfur Steinsson
Vefgerð: Hildigunnur Halldórsdóttir
Grafísk hönnun: Jóhann Heiðar Jónsson

Námsgagnastofnun 2006
Heim
Námsgagnastofnun
Um vefinn
Íslensk málstöð