Þið finnið svörin við öllum spurningunum hér á vefnum.
Svarið spurningunum í textasvæðin sem eru við hverja spurningu og prentið síðan síðuna út og skilið til kennarans ykkar.

Gangi ykkur vel!

Hver(jir) svara(r) spurningunum?
1. Hvar er landgrunnið breiðast?
2. Hvaða fiskar eru það sem teljast til flatfiska og lifa á landgrunninu?
3. Hvað getur fullvaxin rækja verið löng?
4. Hvaða fiski er lýst svona? „Roðið er hrjúft að ofan og alsett smáum og stórum göddum sem hafa breiðan fót og aftursveigðan, hvassan brodd. Aftur eftir miðju baki og aftur á hala er röð af 12 til 19 stórum tindum.“

5. Hvar eru heimkynni humars við Ísland?

6. Hvert er þvermál hefðbundinnar línu?
7. Hvað er oftast notað í beitu þegar veitt er á handfæri?
8. Á ýsu er að finna svarta bletti við eyruggana og svarta rönd eftir henni endilangri. Hver er sagður bera ábyrgð á þessu samkvæmt þjóðsögunni?
9. Á hvers konar veiðarfæri er að finna svokallaða höfuðlínu og grjóthoppara?
10. Nafngift á hvaða lífveru tengist Íslandi?