Fróðleikur

Atferli > Næringarnám

Á matseðli fugla er fjölbreytt fæða. Sumir éta fæði úr plönturíkinu, aðrir éta ýmis smádýr, svo sem snigla, skordýr og orma, margir éta blöndu af hvoru tveggja og enn aðrir veiða sér til matar stærri dýr svo sem mýs, fisk og smáfugla. Egg eru líka á matseðli ránfuglanna. Sumar tegundir fugla eru sérhæfðar í fæðuvali, aðrar tegundir lifa á fjölbreyttri fæðu.

Það er kúnst að veiða dýr til matar. Ungfuglar þurfa að læra og æfa sig áður en þeir ná þeirri list fyllilega. Bráðin er orkurík og þess virði að hafa nokkuð fyrir að veiða hana. Fæða úr plönturíkinu er ekki eins orkurík og meira þarf af henni. Tiltölulega auðvelt er að nálgast hana.
Líkamsgerð fuglanna endurspeglar nokkuð á hverju þeir lifa.