• Dílaskarfur

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Dílaskarfur – ungfugl

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Dílaskarfur – ungfugl

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Dílaskarfur – ungfugl

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • ©Jóhann Óli Hilmarsson

  • Dílaskarfur – ungfugl

    ©Jóhann Óli Hilmarsson

Almennar upplýsingar

Dílaskarfur er stór, dökkur og hálslangur sjófugl. Fullorðnir fuglar eru svartir, í varpbúningi (síðla vetrar og á vorin) er hann með hvíta kverk og vanga, oft hvíta fjaðrajaðra annars staðar á hausnum og ýfðar hnakkafjaðrir, minna á pönkara. Stór hvítur díll er á hvoru læri og bera þeir nafn sitt af honum. Ungfugl á fyrsta ári er brúnn að ofan og ljós að neðan, frá höfði og niður á kvið, dökknar síðan smátt og smátt og fær fullorðinsbúning á þriðja ári. Kynin eru eins.

Dílaskarfur flýgur nokkuð hratt og er háfleygari en toppskarfur. Torvelt er að greina skarfana að á færi, en dílaskarfurinn er miklu stærri, með þykkari gogg og flatara enni . Dílaskarfur teygir hálsinn fram á flugi og veit höfuðið lítið eitt upp á við. Þegar hann syndir eða situr veit goggurinn upp.

Situr oft með þanda vængi eftir ætisleit og blakar þeim í sífellu til að þurrka þá, „messar“. Er styggur og var um sig á varpstöðvum. Félagslyndur.


Fæða og fæðuhættir:
Dílaskarfur er fiskiæta, fangar helst botnfisk líkt og kola og marhnút, einnig smáufsa, smáþorsk, hrognkelsi o.fl. Hann kafar með því að nota fæturna, etur stærri fisk á yfirborði en smærri fisk í kafi.


Fræðiheiti: Phalacrocorax carbo

Kjörlendi og varpstöðvar

Dílaskarfur verpur í byggðum, aðallega á flötum, gróðursnauðum skerjum, stundum á stöpum. Hreiðrið er hraukur úr þangi, fóðrað með fjöðrum og grasi.

Dvelur á veturna með ströndum fram. Hann leitar stundum upp á ferskvatn, ár og vötn, aðallega á veturna, jafnvel inn á hálendið á sumrin. Toppskarfur gerir það aldrei.


Varp- og ungatímabil


Dvalartími á Íslandi

Útbreiðsla og ferðir

Dílaskarfur er staðfugl, varpstöðvar hans eru nú eingöngu í hólmum og skerjum við norðanverðan Faxaflóa og Breiðafjörð. Útbreiðslan dróst saman, en virðsti vera að aukast aftur, hann er nýfarinn að verpa aftur á Ströndum og varp fannst á Suðausturlandi fyrir stuttu.

Dílaskarfur er algengur varpfugl víða um heim, bæði á norður- og suðurhveli jarðar. Erlendis verpur hann gjarnan í trjám og jafnvel gömlum háspennumöstrum, nærri fiskiríkum vötnum inntil landsins.

Varpstöðvar
Vetrarstöðvar
Litaskýringar

EGG

HREIÐUR

UNGAR