Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

Áttfætlur > Fjörumaur


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Fjörumaur er tegund áttfætlumaurs en þeir eru algeng smádýr á þurrlendi. Algengt er að fjörumaurar séu eldrauðir að lit og því mjög áberandi þrátt fyrir smæð sína.

Búsvæði
Fjörumaurar finnast einkum innan um þangið, bæði lifandi þang sem rotnandi þang. Þeir hlaupa oft um á steinum.

Fæða
Fjörumaurar nærast á flestu sem að kjafti kemur og er nógu smátt, meðal annars rotnandi leifum þörunga og fjörudýra.