Einu sinni var stórt ljón.
Það lá og svaf undir tré í skógi.
Þar var lítil mús að leika sér.
Hún sá ekki stóra ljónið.
Hún gætti ekki að sér
og hljóp yfir fótinn á því.
Stóra ljónið vaknaði
og greip litlu músina.
Músin varð hrædd og sagði:
„Ó, ó, slepptu mér, slepptu mér.
Ég ætlaði ekki að vekja þig.
Þú ert konungur dýranna.
Þú ert of stór til þess að éta litla mús.“
Ljónið leit á litlu músina.
...

Steingrímur Arason tók saman 1993. Ungi litli (Ljónið og músin). Reykjavík, Námsgagnastofnun.