Kynþroski
Bólur
Bólur

Á kynþroskaaldrinum fá unglingar gjarnan bólur og fílapensla í andlit og jafnvel víðar. Ekki er ráðlegt að kreista bólur því slíkt getur valdið sýkingum, æðasliti og örum.

Skiptar skoðanir eru á því hvort mataræði, hreyfing eða útivera skipti máli í þessu sambandi. Sumir telja neyslu á sælgæti og feitmeti auka bólumyndun meðan aðrir segja það engin áhrif hafa. Allt er þetta mjög einstaklingsbundið.

Ef bólur eru mikið vandamál er ráðlegt að leita læknis.