Barneign
Barn verður til
Þegar sáðfruma sameinast eggfrumu verður frjóvgun. Þá verður til ný fruma sem er upphafið að nýju lífi. Fóstrið þroskast inni í líkama móður og eftir níu mánaða meðgöngu fæðist fullburða barn. Því fylgir mikil ábyrgð að eignast barn því það þarf stöðuga umönnun og umhyggju. Mikilvægt er að lifa heilbrigðu lífi á meðgöngu svo að barnið verði heilbrigt og hraust.

Það sést á hreyfimyndinni hvað gerist stig af stigi frá getnaði til fæðingar.

HREYFIMYND

Frjóvgun