ELDGOS

Hvers vegna verða eldgos?

Hér er fjallað um eldgos og helstu orsakir þeirra. Tekin eru dæmi um eldgos á Íslandi og sýnt hvernig Mið-Atlantshafshryggurinn gengur í gegnum landið.

Gerðir eldstöðva

Eldstöðvar eru flokkaðar eftir lögun og hegðan. Sýndar eru hreyfimyndir af fjórum helstu gerðum þeirra og þær tengdar við þekkt íslensk eldfjöll. Ítarlegar er fjallað um tvenns konar megineldstöðvar sem eru algengastar. Annars vegar myndast hátt og bratt fjall eins og Eyjafjallajökull og hins vegar myndast flatvaxin bunga með stórar öskjur eins og í Dyngjufjöllum.

Tímalína

Tímalínan nær til allra eldgosa frá árinu 1902. Staðsetning gosanna er sýnd á korti og upplýsingar gefnar um þau.

Nokkrar eldstöðvar

Texti, og myndir um helstu eldstöðvar á Íslandi. Einnig myndbönd af gosum þar sem þau eru til.

Þar er ei nema eldur og ís

Myndband þar sem leitast er við að skýra eðli og einkenni eldvirkni á Íslandi og ummerki hennar í landslaginu. Sérstaklega er staldrað við eldsumbrotin í Vatnajökli 1996 og afleiðingar þeirra.

Gosið í Heimaey

Fjallað er um eldgosið í Heimaey, björgunarstarf, uppbyggingu, hreinsun og lagfæringu húsa eftir gos. Þetta gefur nokkra mynd af hvaða afleiðingar eldgos geta haft.

Surtsey - Eyjan svarta

Hér er sýnt hvernig Surtsey varð til. Rætt er við vísindamenn sem fylgdust með gosinu og hafa fylgst með þróun eyjarinnar.