Farđu međ músina yfir myndina.
Lengd:        14 - 16 cm 
Ţyngd:        25 g
Vćnghaf:   36  -  39 cm
Hlusta á fuglahljóđ
Skođa myndir
Fróđleikur
Leikir
Um vefinn

Afar lítill dökkur sjófugl. Sćsvölur (stormsvala og sjósvala) eru alls óskyldar svölum.Stormsvala er minnsti sjófugl Evrópu, lítiđ eitt minni en sjósvala.

Á fćri eru sćsvölurnar oftast best greindar sundur af fluglaginu. Sjósvala flögrar líkt og fiđrildi og breytir sífellt um hrađa og stefnu. Flug stormsvölunnar er beinna og jafnara. Báđar eru einstaklega fimar og léttar á flugi. Stormsvala eltir oft skip úti á rúmsjó. Í fćđuleit fljúga svölurnar mjög lágt yfir sjónum međ lafandi fćtur eđa eins og ţćr hlaupi á haffletinum. Hrekur stundum inn í land í sunnanstórviđrum á haustin.
Ţögul utan varpanna. Gefur frá sér malandi kurr í holu.

Fćđa:

Stormsvala   -   Hydrobates pelagicus

Fjöldi eggja:   1    
Liggur á:       39 - 43  daga
Ungatími:      63 dagar

Varp- og ungatímabil

Varp- og ungatímabil
Smelltu til ađ stćkka myndina
Smelltu til ađ stćkka myndina
Stormsvala eyđir ćvi sinni úti á rúmsjó og kemur ađeins ađ landi til ađ verpa. Varpiđ tekur langan tíma og unginn er lengi í hreiđri. Hún verpur í holur og sprungur í klettum og lagskiptum hraunum, svo og undir steinum í urđum.

Stormsvala er félagslynd og verpur oft í stórum og ţéttum byggđum. Er einungis á ferli ađ nćturlagi á varpstöđvum.

Stćrsta varpiđ er í Elliđaey, en hún hefur auk ţess fundist í tveimur öđrum Vestmanneyjum, auk Ingólfshöfđa og Skrúđs.

Dvalartími á Íslandi
Dvalartími á Ísland
Sumar
Vetur
Útbreiđslukort